Líf gæti þrifist á 20 milljörðum reikistjarna

Satúrnus, ein reikistjarna sólkerfis okkar.
Satúrnus, ein reikistjarna sólkerfis okkar. Reuters

Niðurstöður nýrrar rannsóknar með gervitunglinu Kepler benda til að í Vetrarbrautinni sé að finna 20 milljarða reikistjarna þar sem hitastigið er talið vilhallt myndun lífs. Skal tekið fram að hér er horft til fræðilegra möguleika á myndun lífs, líkindin á lífi eru mismikil eftir reikistjörnum.

Sagt er frá málinu á vef Financial Times en hin himinháa tala - 20.000.000.000 reikistjörnur - er fundin út með þeirri áætlun að 22% sólstjarna í Vetrarbrautinni hafi minnst eina reikistjörnu þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að líf geti þrifist.

Eru þessi skil milli lífvænlegs hita og kulda, eða hin heppilegasta fjarlægð frá sólu, stundum nefnd Gullbrársvæðið, með vísan til ævintýrisins um Gullbrá og grautinn sem var mátulega heitur.

Haft er eftir vísindamanninum Erik Petigura, sem starfar við Kaliforníu-háskóla í Berkeley, að líklega sé næsta lífvænlega reikistjarna aðeins í 12 ljósára fjarlægð.

„Það er ótrúlegt,“ segir Petigura um þá staðreynd.

Á Stjörnufræðivefnum segir að sólin okkar sé hluti af vetrarbraut þar sem sé að finna 100-400 milljarða sólstjarna. Áætlað sé að um 200 milljarðar vetrarbrauta séu í hinum sýnilega alheimi. 

Áhugasamir geta lesið um gervitunglið Kepler á vef Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...