Gervitungl að falla til jarðar

GOCE-gervitunglið hrapar til jarðar á morgun eða mánudag..
GOCE-gervitunglið hrapar til jarðar á morgun eða mánudag..

Á morgun eða mánudag er búist við því að úr sér gengið gervitungl evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA komi inn í gufuhvolfið. Þar brotnar það upp en þó er áætlað að 25 til 45 misjafnlega stór stykki geti hrapað alla leið til jarðar.

Enginn veit hvar brotin úr tunglinu munu koma niður og sérfræðingar segja útilokað að segja með einhverri vissu um það. Á þessu stigi sé búist við að hnötturinn, sem er á stærð við stóran jeppa, komi inn í gufuhvolfið á tímabilinu frá því annað kvöld til síðdegis á mánudag.

Eldsneyti GOCE-tunglsins þvarr í síðasta mánuði og síðan hefur sporbraut þess lækkað jafnt og þétt í átt til jarðar. Þar sem úthöfin þekja 70% yfirborð jarðar er möguleiki á að það falli í sjó niður og valdi engum óskunda.

Sérfræðingar segja að tunglið sem er um eitt tonn að þyngd  muni að miklu leyti brenna upp á leiðinni gegnum gufuhvolfið. Um 20% þess, 200 kíló af efni, munu þó að öllum líkindum ná alla leið óbrunnin og dreifast yfir tiltölulega stórt svæði.


 

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...