Nýjustu iPhone verða með stærri skjá

AFP

Apple ætlar að setja tvo nýja iPhone-síma á markað sem verða með stærri skjá en þeir sem fyrir eru á markaði. Þetta er gert til að mæta harðari samkeppni frá keppninautum, segir í frétt Wall Street Journal um málið.

Orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki um nokkurt skeið meðal tæknibloggara. WSJ segir að símarnir komi á markað seinni hluta þessa árs.

Annar þeirra verður með skjá sem er yfir 4,5 tommur að stærð en í nýjustu gerð iPhone er skjárinn 4 tommur.

Hinn síminn er sagður verða með yfir 5 tommu skjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert