PacMan kynslóðin á elliheimilinu

Kynslóðin sem fann upp PacMan og fleiri tölvuleiki er nú farin að reka hjúkrunarheimili í Japan. Þar er lögð áhersla á að íbúar hafi aðgang að tölvuleikjum og eru framleiðendur slíkra leikja farnir að taka mið af eldri notendum.

Á hjúkrunarheimili í úthverfi Tókýó hitti AFP fréttastofan Saburo Sakamoto, 88 ára, og mátti hann varla vera að því að ræða við fréttamanninn þar sem hann var önnum kafinn í tölvuleik.Skammt frá honum má sjá fólk glíma við að berja froska með hamri um leið og þeir stökkva upp.Sakamoto segir að konurnar séu miklu fimari með fingurna en hann og því eiginlega vonlaust að vinna þær.Hjúkrunarheimilið er rekið af Namco Bandai, fyrirtækinu sem fann upp PacMan tölvuleikinn á níunda áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert