Nota Twitter til að grafa undan Castro

Raul Castro, forseti Kúbu
Raul Castro, forseti Kúbu Mynd/AFP

Bandarísk ríkisstofnun hefur eytt 1,6 milljónum bandaríkjadollara í að byggja upp samskiptanet á Kúbu á samskiptavefnum Twitter, til þess að grafa undan núverandi ríkisstjórn og forseta landsins, Raul Castro. 

Blaðamenn hjá Associated Press hófu rannsókn á málinu með því að elta flæði fjármagns frá Bandaríkjunum til skúffufyrirtækja á Kúbu. Fjármagnið fór meðal annars í að gefa ungu fólki á Kúbu aðgang að Twitter og öðrum samskiptamiðlum, á tímum þegar ríkisstjórn Kúbu hafði lagt á miklar aðgangstakmarkanir á internetið. 

Með því að byggja upp samskiptanet Kúbverja á milli vonaðist ríkisstofnunin til þess að auðveldara væri fyrir íbúa landsins að skipuleggja fjölmenn mótmæli. Mörg dæmi eru um að Twitter og aðrir samskiptamiðlar hafi verði notaðir til þess að skipuleggja fjöldamótmæli, til að mynda í Moldóvu, Íran og á Filippseyjum. 

Mynd/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert