Apple opnar á rafræna gjaldmiðla

Apple hefur rýmkað stefnumál sín gagnvart rafrænum gjaldmiðlum.
Apple hefur rýmkað stefnumál sín gagnvart rafrænum gjaldmiðlum. EPA

Tölvu- og snjallsímarisinn Apple hefur breytt stefnu sinni gagnvart forritum sem notast við rafræna gjaldmiðla. Stefnan, sem var mun þrengri áður, leyfir nú forrit eða öpp sem notast við „viðurkennda“ rafræna gjaldmiðla. Apple hefur hinsvegar ekki birt lista yfir hvaða rafrænu gjaldmiðlar teljist viðurkenndir.

Þetta gæti haft í för með sér að gjaldmiðlar á borð við Bitcoin, sem er stærsti rafræni gjaldmiðillinn á netinu, eða Auroracoin, rafrænn gjaldmiðill sem var dreift til Íslendinga fríkeypis síðastliðinn marsmánuð, öðlist aukið vægi í app verslun Apple.

Til samanburðar hefur risafyrirtækið Google notast við mun rýmri stefnu en Apple hingað til. Fjöldi forrita á Android stýrikerfi Google styðjast þegar við rafræna gjaldmiðla, á meðan Apple hefur gripið til aðgerða til að bola slíkum forritum burt af app verslun sinni.

Fréttaveita BBC greindi frá fréttinni.

Auroracoin er íslenskur rafrænn gjaldmiðill.
Auroracoin er íslenskur rafrænn gjaldmiðill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert