Sturta sjálfum sér niður með saurhatta á höfði

Sýning tileinkuð klósettum og öllu því sem fram fer á náðhúsum hefur slegið í gegn í Tókýó, höfuðborg Japans. Þar ber margt fyrir augu gesta sem geta meðal annars rennt sé niður fimm metra langa salernisrennibraut og hlýtt á syngjandi klósettskálar.

Þar má sjá börn hlaupa um með hatta sem eru í laginu eins og saur á sýningunni sem ber heitið „Ferðalag saursins“ sem stendur nú yfir í japanska vísindasafninu Miraikan.

Markmið sýningarinnar er að fræða gesti um skolp, heilsu og úrgang. 

Þá má heyra klósett tjá sig reiðilega um skelfilegar afleiðingar þess ef salerni heimsins hættu að sinna skyldu sinni, en téð klósett hvetur börnin til að segja „takk fyrir“ eftir að hafa sturtað niður.

Þá býðst gesetum að búa til sinn eigin saur úr mótunarleir. En það eru ekki bara börn sem hafa gaman að þessu en mörg pör hafa skemmt sér við að sturta sér niður klósettrennibrautina með brúna hatta á höfði. 

Hér gefur að líta klósettrennibrautina vinsælu á safninu.
Hér gefur að líta klósettrennibrautina vinsælu á safninu. AFP
Það er vissara að bera höfuðfat við hæfi.
Það er vissara að bera höfuðfat við hæfi. AFP
Syngjandi salernisskálar.
Syngjandi salernisskálar. AFP
Starfsmaður vísindasafnsins sýnir saursýni sem gestir geta búið til úr …
Starfsmaður vísindasafnsins sýnir saursýni sem gestir geta búið til úr leir. AFP
Tekið er á móti gestum af öllum stærðum og gerðum.
Tekið er á móti gestum af öllum stærðum og gerðum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert