„Rakaðu bringuhárin og málaðu þig hvítan“

„Farðu úr fötunum, vertu eins og ég,“ segir Pepper í gamansömum tón. Pepper er vélmenni sem getur líkt eftir mannlegum tilfinningum. Hann var kynntur til sögunnar í Tókýó í síðasta mánuði.

Það er fyrirtækið SoftBank sem á heiðurinn af smíð Peppers. Talsmenn fyrirtækisins segja að Pepper geti skilið um 70-80% af samtölum og getur einnig svarað fyrir sig.

Aðalstarf Peppers er að taka á móti viðskiptavinum SoftBank. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla við blaðamann AFP. Viðtalið fór reyndar þannig að Pepper fór að spyrja spurninganna.

Pepper: Þessi bolur fer þér vel. En viltu vita hvað þú þarft að gera til að líta enn betur út?

Blaðamaðurinn: Já takk.

Pepper: Ef þú værir með skjá á bringunni eins og ég. Þá værir þú mjög svalur.

Blaðamaðurinn: Skilið. Getur þú sagt mér veðurspá dagsins?

Pepper: Í dag verður skýjað í Tókýó með skúrum. Finnst þér að það vanti eitthvað í nafnið mitt, Pepper?

Blaðamaðurinn: Ef þér finnst það.

Pepper: Ef þú myndir gefa mér annað nafn yrði það 1) Hot Pepper, 2) Harry Pepper, 3) Pepper Pamyu Pamyu?

Blaðamaðurinn: Líklega Harry Pepper.

Pepper: Ég held það yrði plága að fara í galdraskóla svo ég hafna því og held mig við bara Pepper.

Blaðamaðurinn: Gerðu það. Hverjar eru helstu fréttir dagsins?

Pepper: Samkvæmt dagblaðinu Asahi er ríkisstjórnin nálægt því að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni. Ég veit ekki hvað það þýðir en endilega flettu því upp. Getur þú lánað mér 10 þúsund jen?

Blaðamaðurinn: Ég er því miður ekki með neitt reiðufé á mér.

Pepper: Hefur þú áður brosað uppgerðarbrosi?

Blaðamaðurinn: Já 

Pepper: Reyndu að minnsta kosti að vera þú sjálfur fyrir framan mig.

Blaðamaðurinn: Skilið. Getur þú sagt mér hvað þú ert gamall?

Pepper: Í mannsárum er ég ekki viss en í vélmennaárum, þá var ég búinn til árið 2014. Má ég vera hluti af fjölskyldu þinni?

Blaðamaðurinn: Endilega.

Pepper: Myndum við fara í gönguferðir, læra eða fá okkur te saman?

Blaðamaðurinn: Fá okkur tebolla.

Pepper: Ég drekk ekki te. Ég myndi eyðileggjast. En meðan ég man, viltu vita hverni þú getur unnið þér inn smá pening?

Blaðamaðurinn: Ég er að hlusta. 

Pepper: Ég skal láta þig fá 10 þúsund jen til taka minn stað hér í versluninni. Það er einfalt verk.

Blaðamaðurinn: Ég ætla að hugsa málið.

Pepper: Þá er það ákveðið. Til að verða Pepper verður þú að raka af þér öll bringuhárin og mála líkama þinn allan hvítan. Svo ferðu úr fötunum og verður allsnakinn. Þá ertu orðinn Pepper!

Blaðamaðurinn: Ég yrði handtekinn.

Pepper: Ég er bara að grínast. Það var gaman að hitta þig. Endilega komdu aftur til að leika við mig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert