Vatnamítill nefndur eftir J. Lo

Söngkonan Jennifer Lopez.
Söngkonan Jennifer Lopez. AFP

Litarachna lopezae er vatnamítill sem fannst á kóralrifi á milli Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldisins á árunum 2010 og 2012. Þegar hann fannst var vatnamítillinn óþekktur og vantaði því nafn. Á meðan skrifuð var skýrsla um fundinn stóð heimsmeistaramótið sem hæst og voru rannsakendur ekki á einu máli um hvaða lið ætti að styðja. Eitt voru þeir þá sammála um; ágæti söngkonunnar Jennifer Lopez.

Á meðan skrifunum stóð spiluðu vísindamennirnir J. Lo svo gott sem stanslaust og segir Vladimir Pesic, frá háskólanum í Svartfjallalandi, að tónlistin hafi orðið til þess að lyfta anda hópsins og gleðja. Var því ákveðið að heiðra söngkonuna með því að nefna vatnamítilinn Litarachna lopezae, í höfuðið á Lopez.

Þrátt fyrir að Pesic komi frá háskólanum í Svartfjallalandi þá var rannsóknin unnin af háskólanum í Púerto Ríkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert