Þróa vélræna framlengingu af hendi mannsins

Hendur - Munu vélar prýða hendur framtíðar?
Hendur - Munu vélar prýða hendur framtíðar? Wikipedia Creative Commons

Vísindamenn við MIT háskólanum í Massachusetts hafa þróað vélræna framlengingu af mannshendinni sem þeir segja að gæti komið til gagns við dagsdagleg störf fólks.

Þá sögðu rannsakendur að téð framlenging, sem samanstandi í raun af tveimur „aukalegum fingrum,“ geti verið notuð til að grípa í hluti, svo höndin sé laus til annarra starfa.

Búnaðurinn er festur um framhandlegg þess sem notar hann og hermir eftir handahreyfingum hans. Næsta skref, segja vísindamenn, er að þróa fyrirferðaminni útfærslu á sömu tækni.

„Við notum allskonar verkfæri á hverjum degi, einsog hnífa og gaffla, og keyrum bíla. Ef við notum þessi verkfæri lengi sjáum við að þau eru ekkert annað en framlenging af líkama okkar,“ segir Harry Asada verkfræðipróffesor við MIT.

Prófessor Asada viðurkennir að aðeins sé um frumgerð að ræða, en hann er bjartsýnn um möguleikana sem verkefnið kynni að bera í skauti sér.

„Klæðanlegur vélbúnaður er leið til að færa vélina nær dagsdaglegum lífum okkar.“

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu. Meðfylgjandi myndskeið var sett á Youtube um verkefniðaf MIT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert