Hanna pónýhesta og prenta í þrívídd

My Little Pony
My Little Pony geekalabama.com

Vefsíða sem tekin var í notkun í dag gerir aðdáendum My little Pony leikfanganna kleift að hlaða upp sinni eigin hönnum fyrir þrívíddarprentara og selja þær eða sýna.

Forbes greinir frá þessu.

Leikfangarisinn Hasbro, sem er eigandi vörumerkisins ásamt margra annarra, s.s. Transformers og Littelest Pet Shop, opnaði síðuna SuperFanArt.com í dag þar sem notendur geta hlaðið inn hönnun sinni að nýjum pónýhestum og selt öðrum. „Við erum að opna höfundarréttarvarða eign okkar og gefum hönnuðum tækifæri á að vinna með okkur,“ sagði John Frascotti í viðtali við Fortune.

Hann sagði verkefnið byrja með My Little Pony vörumerkinu og fimm hönnuðum sem eru það nánast algjörlega í sjálfsvald sett hvernig vörurnar eru hannaðar. Fleiri vörumerki og fleiri hönnuðir munu síðar bætast við.

Talið er að byltingin í þrívíddarprentun geti gjörbreytt leikfangaiðnaðinum þar sem framleiðsluferlið verður einfaldara og auðvelt er að framleiða pufutýpur og ný leikföng gætu því komið hraðar inn á markaðinn. „Með þrívíddarprentun getur þú búið til einn af einhverju, þú þarft ekki að búa til tíu þúsund eða fimmtíu þúsund eintök til þess að það borgi sig,“ sagði Frascotti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert