Eini geimfari Suður-Kóreu sagði upp

Yi So-yeon var eini geimfari Suður-Kóreumanna.
Yi So-yeon var eini geimfari Suður-Kóreumanna. Ljósmynd/Wikipedia

Suður-Kóreski geimfarinn Yo So-yeon hefur sagt upp starfi sínu hjá Kóresku geimstofnuninni vegna persónulegra ástæðna. Þessi 36 ára verkfræðingur er eini geimfari stofnunarinnar, og vegna uppsagnar hennar hefur Suður-Kórea bundið enda á geimferðaáætlun sína.

Geimferðaáætlun Suður-Kóreu hófst árið 2006 þegar auglýst var eftir hæfu fólk til geimferða. Í áætluninni var hafið samstarf við Rússland, líkt og Bandaríkin hafa gert, og var So-yeon send til Alþjóðageimstöðvarinnar árið 2008 í tíu daga rannsóknarleiðangur.

Hún varð þar með eini Kóreubúinn sem hefur ferðast út í geim, en alls hafa 35 lönd átt fulltrúa hinum megin við himinhvolfið, en einungis þrír geimfaranna eru konur.

Suður-Kórea hefur eytt 28 milljónum bandaríkjadala í geimferðaáætlun sína, en nú virðist sem þeim fjármunum hafi verið sólundað, en vísindalegt gildi áætlunarinnar hefur verið dregið í efa. Það er aðallega vegna þess að ekki var lögð áhersla á tækni- og verkfræðiþróun í verkefninu, en talið er að það hafi verið af ótta við að slíkt kapphlaup myndi hugnast nágrönnum landsins í Norður-Kóreu afar illa.

Eftir að So-yeon fór út í geim fyrir sex árum tók hún sér frí frá geimstörfum og tók MBA próf frá háskólanum í Berkeley í Kaliforníu. Hún sagði í samtali við Businesswekk tímaritið að hún vildi „verða fyrirmynd bæði vísindanörda sem og áhugamanna um viðskipti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert