Hópfjármagna óSíma á Kickstarter

Jólagjöfin í ár?
Jólagjöfin í ár? Skjáskot af Kickstarter

Hver kannast ekki við að setjast yfir kaffibolla með vinum sínum og kunningjum og missa samstundis athyglina, því af einhverjum ástæðum virðast allir frekar þurfa að tala við alla sem eru ekki á staðnum gegnum snjallsímann sinn heldur en þig.

Nú er komin lausn á því, ekki app, heldur óSími eða NoPhone.

The No Phone Team hefur sett í gang hópfjármögnun á Kickstarter til að fjármagna óSímann, plastkubb sem er í laginu eins og iPhone snjallsími. óSíminn er búinn engum þeim græjum sem maður býst við í nýjum iPhone 6, eins og síma, myndavél eða 4G-sambandi, en það er hins vegar fullkomlega öruggt að missa hann ofan í klósettið eða á gangstéttina.

Með óSímanum er því hægt að fá sömu öryggistilfinningu og maður fær þegar maður er alltaf með símann við höndina, án þess að verða óþolandi.

Ekki er víst hvort óSíminn verði tilbúinn í jólapakkann í ár, en eflaust eru margir þarna úti sem hefðu mikil not fyrir óSíma fyrir alla fjölskylduna.

Kickstartersíða NoPhone

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert