100 milljónum kortanúmera stolið á einu ári

Dave Chronister, frá Parameter Security
Dave Chronister, frá Parameter Security

Um 100 milljónum kortanúmera hefur verið stolið á síðustu 12 mánuðum. Fjallað var um tölvuöryggi frá ýmsum hliðum á BSides ráðstefnu Nýherja, sem fór fram í gær.

Þar fjallaði Dave Chronister, frá Parameter Security, um hversu auðvelt hann taldi að komast megi yfir viðkvæm gögn á netinu án þess að brjótast inn í kerfi.

„Erindi Chronister tók mið af því að fyrirtæki og einstaklingar þurfa að vera vakandi gagnvart tölvuglæpum, en um 500 milljón notendanöfnum í heiminum hefur verið stefnt í hættu á síðustu 12 mánuðum,“ segir Arnar S. Gunnarsson, öryggissérfræðingur hjá Nýherja í fréttatilkynningu.

„„Þá hefur fjárhagsgögnum að minnsta kosti 180 milljón einstaklinga verið stolið á síðustu 12 mánuðum, þar af voru gögn frá um það bil 110 milljónum einstaklinga stolið frá Target í desember í fyrra,“ segir Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert