Borðið fisk og farið út í sólina

D-vítamín er fituleysið vítamín. Það myndast í húðinni fyrir tilstilli …
D-vítamín er fituleysið vítamín. Það myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar en það fæst einnig úr fæðu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Danskur prófessor segir að flestir sem lifi heilbrigðu lífi fái nóg af d vítamíni og þurfi ekki að taka það inn. Hann mælir með því að fólk borði fisk og fari út í sólina.

„Ég hef alltaf verið frekar vantrúaður á allt þetta tal um d-vítamín,“ segir Børge Nordestgaard, prófessor við  Kaupmannahafnarháskóla og yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Herlev í samtali við Politiken.

Hann og þrír aðrir læknar, Shoaib Afzal, Peter Brøndum Jacobsen og Stig Bojesen birta í British Medical Journal læknaritinu í dag grein um áhrif d-vítamínsskorts. Þar kemur meðal annars fram að dánartíðni eykst meðal þeirra sem þjást af d-vítamínsskorti um allt að 30%. 

Nordestgaard segir að rannsókn þeirra sýni fram á það með óyggjandi hætti að það er bein tenging milli d-vítamínsskorts og aukinnar dánartíðni. Alls tóku 96 þúsund Danir þátt í rannsókninni og var þeim fylgt eftir í 19 ár. 

Þar kemur fram að gen sumra séu þannig að þeim er eðlislægt að vera með meira magn af d- vítamíni en öðrum. Þessi hópur lifi lengur en aðrir, segir í frétt Politiken.

Rannsakendur segja að lífstíll skipti mjög miklu þegar kemur að d-vítamíni og því eigi fólk að huga að því hvað það lætur ofan í sig og hvort fólk fái næga sól. Þar sem sólin skiptir miklu þá sé ljóst að Danir fá ekki nóg af D-vítamínum frá sólinni yfir vetrartímann og þá þurfi fólk að huga að því að fá nóg af d-vítamíni í gegnum fæðuna. 

Samkvæmt Politiken fá níu af hverjum tíu Dönum ekki nægjanlega mikið af d-vítamíni í gegnum fæðu en feitur fiskur er afar d-vítamínríkur. Eins er kjöt, egg og mjólk með töluvert magn af d-vítamíni.

Ráðleggingar á vef landlæknisembættisins

Lax er fullur af d-vítamíni og óhætt að mæla með …
Lax er fullur af d-vítamíni og óhætt að mæla með honum mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert