Færri vinir en minni einmanaleiki

Krakkar virðast í betri málum félagslega en áður.
Krakkar virðast í betri málum félagslega en áður. mbl.is/Eggert

Táningar nútímans búa að smærri tengslanetum en táningar tíunda áratugarins, en þeir eru einnig minna einmana en  menntaskólanemar fyrri tíma.

Þessu greinir frá á vef Science of Us þar sem fjallað er um nýbirta rannsókn í ritinu Personality and Social Psychology Bulletin. Könnun var lögð fyrir um 50 þúsund nemendur í 8. og 10. bekk í einka- og almenningsskólum Bandaríkjanna á hverju ári frá 1991 til 2012.

Í ljós kom að þeir nemendur sem voru hvítir á hörund voru síður einmana en þeldökkir nemendur og nemendur af öðrum kynþáttum. Þrátt fyrir að einangrun nemenda færi minnkandi kom í ljós að tengslanet þeirra fóru minnkandi og einskorðuðus við minni hópa. Með tímanum hefur meðalvinafjöldi nemenda minnkað en á sama tíma hafa nemendurnir minni áhuga á því að eignast fleiri vini.

 Sú staðreynd að tengslanet unglinga hefur minnkað er þveröfugt við þau áhrif sem talið hefur verið að samfélagsmiðlar hafi á ungt fólk. Þvi hefur oft verið spáð að unglingar muni þekkja fleiri í framtíðinni vegna samfélagsmiðla en eiga lakari samskipti og mynda veikbyggðari vináttubönd sem leiða til meiri einmanaleika. Rannsóknin virðist hinsvegar staðfesta að sú kynslóð unglinga sem alist hefur upp með samfélagsmiðlum er betur sett en sú sem á undan kom.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert