Facebook verst fyllerís-myndum

Myndaflipp geta verið gott fjör í góðra vina hópi en …
Myndaflipp geta verið gott fjör í góðra vina hópi en aðgát skal höfð þegar áfengi er haft um hönd. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Facebook vinnur að hugbúnaði sem gæti komið í veg fyrir að notendur deili óaðlaðandi eða óheppilegum myndum af sér. Þessu segir frá á vef BBC en þar kemur fram að búnaðinum sé einna helst ætlað að greina myndir frá fylleríum.

Með tilkomu hugbúnaðarins myndi Facebook spyrja notandann hvort hann sé viss um að hann vilji að yfirmaður sinn og foreldrar sjái myndir sem búnaðurinn telur óviðeigandi.

Ætlunin er þó að ganga lengra og þróa búnaðinn svo að í framtíðinni geti hann sagt til um hvort einhver hafi hlaðið inn mynd af notandanum í óleyfi. Þá er stefnt að því að hægt búnaðurinn muni greina texta í stöðuuppfærslum notenda og leggja fram tillögur að viðeigandi myllumerkjum (e.hashtags). Tölvunarfræðingar sjá einnig fyrir sér framtíð þar sem þessi búnaður getur átt milligöngu um samskipti notendans við vini sína.   

Slík tækni verður án efa umdeild. Mörgum þykir Facebook nú þegar hafa of miklar upplýsingar um einkalíf fólks og er ekki ólíklegt að þess verði krafist að slíkar viðbætur verði aðeins settar í notkun með samþykki hvers og eins notanda fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert