Knúsin lækna kvefið

Nýttu kvöldið vel og faðmaðu alla sem þú hittir, fyrir …
Nýttu kvöldið vel og faðmaðu alla sem þú hittir, fyrir heilsuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísindamenn við Carnegie Mellon háskóla í Bandaríkjunum segja faðmlög geta fækkað smitum vegna kvefs. Þetta kemur fram á Science of Us.

Sheldon Cohen, sálfræðingur, og teymi hans lögðu spurningalista um félagslíf fyrir 404 sjálfboðaliða. Meðal annars var spurt hversu oft viðkomandi upplifðu ágreining við vini eða fjölskyldumeðlimi og hversu oft viðkomandi væru knúsaðir á dag.

Hin mannlegu tilraunadýr voru síðan látin komast í snertingu við kvefvírus og fylgst var með ummerkjum um smit.  Niðurstaðan var að þeir sem töldu sig hafa traust félagslegt bakland voru ólíklegri til að smitast og mátti rekja vörn hins félagslega baklands til tíðra faðmlagra í einum þriðja tilvika. Meðal þeirra sem smituðust fengu þeir sem upplifðu traustara bakland og fengu fleiri knús minni einkenni en aðrir óháð því hversu oft þeir upplifðu ágreining.

Samkvæmt Science of Us hafa fyrri rannsóknir sýnt tengsl milli félagslegs stuðnings og bættri heilsu þrátt fyrir að nákvæm ástæða fyrir undramætti knúsanna sé enn ófundin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert