Þvílíkar myndir

Myndin sem Stjörnufræðivefurinn setur í fyrsta sæti
Myndin sem Stjörnufræðivefurinn setur í fyrsta sæti

Stjörnufræðivefurinn hefur valið tíu bestu stjörnumyndir ársins 2014. Þessar myndir eru stórkostlegar og mælt er með því að fólk fari inn á vefinn þeirra og njóti.

„Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið.

Hér undir höfum við valið tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2014. Þessar myndir voru fyrst og fremst valdar út frá fegurð (sem er huglætt mat hvers og eins), en ekki síst vísindalegu. Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augun ber. Viðfangsefnin eru nefnilega ekki síður áhugaverð en falleg,“ segir á Stjörnufræðivefnum en hér er hægt að skoða myndirnar tíu og njóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert