Slæm sjálfsímynd rætist

Mörg ungmenni telja mittismálið meira en það er í raun.
Mörg ungmenni telja mittismálið meira en það er í raun. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

Einstaklingar sem telja sig feita að ósekju gætu verið líklegri til þess að verða feitir í framtíðinni. Sú var í það minnsta raunin í rannsókn sem framkvæmd var á 16 ára ungmennum í kjörþyngd en þeir unglinganna sem töldu sig feita voru 40% líklegri til þess að stríða við offitu um þrítugt.

Þetta kemur fram á vef Science of Us og er haft eftir Angelina R. Sutin, fræðimanni við Háskólann í Flórída. Sutin segir líklegt að þeir táningar sem telji sig of þunga séu líklegri til að reyna óholla megrunarkúra, svo sem föstur eða hægðalyf, sem tengdir hafa verið við fitusöfnun og þyngdaraukningu.

Þannig gæti sjálfsímynd barna haft töluverð áhrif á framtíð þeirra, heilsufarslega séð. Þannig ætti mantran hugsanlega ekki að vera „Þú ert það sem þú borðar“ heldur „Þú verður það sem þú trúir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert