Sigmundur skoðaði Ísland úr lofti

Sigmundur Davíð skoðar Ísland úr lofti.
Sigmundur Davíð skoðar Ísland úr lofti. Ljósmynd/Nova

Fjarskiptafyrirtækið Nova bauð gestum ársfundar Samtaka atvinnulífsins, sem fram fór í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í dag, upp á að prófa nýja samstarfsafurð Samsung og Oculus, sýnvarveruleikagleraugun Samsung Gear VR en meðal þeirra sem prófuðu gleraugun var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Samsung fékk þyrlu til að fljúga um landið í fyrrasumar með 360° myndavél hangandi niður úr henni. Með gleraugunum og myndbandinu er því mögulegt að upplifa Ísland úr lofti líkt og viðkomandi hangi niður úr þyrlu og geti horft í allar áttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert