Snýst stjórnlaust á sporbraut um jörðu

Progress-birgðaflutningageimfarið á skotpallinum í Baikonur í Kasakstan.
Progress-birgðaflutningageimfarið á skotpallinum í Baikonur í Kasakstan. AFP

Birgðaflutningageimfarið Progress snýst nú stjórnlaust á braut um jörðu og reynir leiðangursstjórn rússnesku geimstofnunarinnar að ná stjórn á því. Farið, sem er mannlaust, átti tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni en því var í fyrstu frestað til fimmtudags vegna bilunarinnar. Það hefur nú alfarið verið slegið af.

Geimfarinu var skotið á loft snemma í morgun frá Kasakstan en fljótlega eftir geimskotið varð vart við sambandsleysi við það. Flugið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þangað sem Progress átti að flytja búnað og vistir, átti að taka sex tíma en komunni þangað var fresta þar til á fimmtudag.

Myndir frá Progress sýna hins vegar að það snýst stjórnlaust og því ákvað leiðangursstjórnin að slá út af borðinu allar fyrirætlanir um að tengjast geimstöðinni ótímabundið. Ekkert gekk að ná sambandi við geimfarið í dag en seint í kvöld munu leiðangursstjórarnir freista þess á nýjan leik þegar braut þess liggur yfir Rússlandi.

Sjálfvirkur siglingabúnaður er í Progress-geimförunum sem gerir þeir kleift að tengjast geimstöðunni sjálfkrafa. Áhöfnin um borð í geimstöðinni getur hins vegar tekið yfir stjórnin ef búnaðurinn klikkar.

Fyrri frétt mbl.is: Misstu samband við birgðageimfar

Frétt Space.com af biluninni í Progress-birgðaflutningageimfarinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert