Kaffidrykkja getur bætt frammistöðuna í rúminu

AFP

Ný rannsókn í Texas-háskóla með nær fjögur þúsund þátttakendum gefur til kynna að drekki karlmaður tvo bolla af kaffi á dag geti það bætt frammistöðu hans í rúminu.

Niðurstöðurnar bentu til þess að kaffidrykkjumaðurinn væri 42% ólíklegri til að berjast við ristruflanir en þeir sem ekki drukku kaffi, að því er fram kemur í Daily Telegraph. Ekki virtist skipta máli þótt þátttakandinn þjáðist af offitu og háþrýstingi. 

Hins vegar dró úr áhrifum hjá mönnum með syskursýki. Læknar vara einnig við því að drekki menn meira en fjóra kaffibolla á dag geti það valdið óróleika, skjálfta, svefnleysi og magaverkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert