Herpes-veiran vinnur á æxlum

Óhófleg sólböð geta valdið húðkrabbameini.
Óhófleg sólböð geta valdið húðkrabbameini. AFP

Vísindamenn binda vonir við að ný meðferð við húðkrabbameini muni eyða æxlum margra sjúklinga og að hægt verði að bjóða meðferðina innan árs.

Búið er að erfðabreyta herpes-veirunni, sem veldur m.a. frunsu, til að vinna á æxlunum. Búið er að gera tilraunir með meðferðina á sjúklingum sem eru með æxli sem ekki er hægt að taka með skurðaðgerð. Meðferðin gengur út frá að ráðast gegn krabbameinsfrumunum þar sem varnir líkamans eru notaðar til að vinna á sjúkdómnum og draga úr vexti æxlanna.

Hjá einum af hverjum tíu sjúklingum sem meðferðin með herpes-veiruna virkaði á hurfu æxlin að fullu. Hjá 16% sjúklinga minnkuðu æxlin verulega.

Meðferðin var leidd af vísindamönnum Krabbameinsstofnunarinnar í London og fóru prófanir á henni fram í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Afríku

Sjá frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert