Stærðfræðingar með kenningu um dularfulla flugvélahvarfið

Stærðfræðingarnir telja þetta geta verið skýringu á hvarfinu.
Stærðfræðingarnir telja þetta geta verið skýringu á hvarfinu. Mynd/Malausia Airlines Flight MH370: Water Entry of an Airliner

Margt hefur verið skrifað um dularfullt hvarf flugvélarinnar sem hvarf á leið sinni frá Kúala Lúmpur til Peking þann 8. mars á síðasta ári. Nánast engin spor eftir vélina hafa fundist og margar kenningar verið uppi um örlög hennar.

Nú hafa stærðfræðingar við Texas A&M Háskólann í Katar lagt fram kenningu um hvarfið. Í tímaritinu Notices of the American Mathematical Society birta þeir grein með niðurstöðum rannsókna sem þeir hafa framkvæmt. Kemur þar fram að einn möguleiki sé að vélin hafi lent í sjónum á miklum hraða eftir 90 gráðu fall með nefið fyrst. Hafi það gerst, er möguleiki á því að skrokkur vélarinnar hafi haldist heill og vélin sokkið á örskots stundu.

Stærðfræðingarnir notuðust við flókna útreikninga og tölvulíkön og eftir að hafa kannað fjölda möguleika telja þeir það vera líklegustu niðurstöðuna. Ef niðurstöður þeirra eru réttar, lenti vélin í sjónum og við höggið brotnuðu vængirnir af en skrokkurinn hélst heill. Bæði vængirnir og skrokkurinn hafi síðan sokkið í sjóinn á innan við mínútu. Þetta útskýrir það hvers vegna engar leifar af vélinni hafa fundist. 

Eftir að hafa leitað í meira en heilt ár hafa engin spor fundist. Á meðal þess sem hins vegar hefur verið fundið er skipsflak, skór og blautservíetta með einkennismerki flugfélagsins. 

Sjá frétt Dagbladet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert