Á rúntinum í rauðum sandi

Marsjeppinn Opportunity hefur verið að störfum í ellefu ár.
Marsjeppinn Opportunity hefur verið að störfum í ellefu ár. NASA

Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity sem hefur ekið um rauða sanda Mars undanfarin ellefu ár hafa búið til myndskeið af ferðalaginu. Þeir bættu við hljóði sem byggir á titringi jeppans þannig að nú er hægt að upplifa það að vera á rúntinum um hrjóstrugt landslag nágrannareikistjörnunnar okkar. 

Myndirnar sem skeytt hefur verið saman eru frá 42,2 kílómetra löngum akstri Opportunity um yfirborð Mars frá því að það lenti í janúar til 2004 til apríl 2015. Hljóðið með myndskeiðinu byggir á mælingum á titringinum í jeppanum þegar hann ekur um. Hærra hljóð þýðir harðgerðara landslag en það lægra mýkra og sendnara undirlag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert