Mannað ofurflygildi

Tækið ógurlega.
Tækið ógurlega.

Þetta er ekki dæmigerð flugvél og ekki er hægt að segja að þetta sé hefðbundið flygildi, eða drón, vélin sem breskur uppfinningamaður hefur birt á YouTube. Tækið ber það óþjála nafn Swarm Manned Aerial Vehicle Multirotor Super Drone á ensku.

Hefðbundin skilgreining segir að flygildi séu ómönnuð, en þegar þú tengir saman 54 dróna, sæti með stjórntækjum og þaki sem minnir á litla regnhlíf og flugmanni, þá ertu kominn með eitthvað annað. Það skal því engan undra þó að menn séu ekki alveg vissir hvernig eigi að skilgreina þetta suðandi furðutæki, sem lætur ekkert sérlega vel að stjórn.

Meðfylgjandi myndskeið sýnir tækið í notkun og það verður að segjast að það er nokkuð tilkomumikið. Sjón er sögu ríkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert