Þrír deila Nóbelverðlaunum í efnafræði

Svíinn Tomas Lindahl, Bandaríkjamaðurinn Paul Modrich og Tyrkinn Aziz Sancar deila með sér Nóbelsverðlaununum í efnafræði en verðlaunin hljóta þeir fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur bæta skemmdir á erfðaefnum (DNA).

Þremenningarnir kortlögðu hvernig frumurnar gerðu við skemmdir á DNA og tryggðu þannig erfðaupplýsingar. Uppgötvun þeirra markaði tímamót í vitneskju á því hvernig frumur starfa og hafa komið að góðum notum við nýjar krabbameinsmeðferðir, segir í tilkynningu frá sænsku vísindaakademíunni. 

Tomas Lindahl, Paul Modrich og Aziz Sancar
Tomas Lindahl, Paul Modrich og Aziz Sancar AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert