Tutankhamun brátt heill á ný

Ekkert safn í heiminum á jafn mikið af egypskum fornminjum …
Ekkert safn í heiminum á jafn mikið af egypskum fornminjum og safnið í Kaíró. AFP

Hópur þýskra og egypskra sérfræðinga hafa nú sett saman áætlun um viðgerð á einum þekktasta forngrip sögunnar, útfarargrímu egypska farósins Tutankhamun. Hún skemmdist þegar tilraun var gerð til að þrífa grímuna á Egypska safninu í Kaíró í Egyptalandi.

Skegg grímunnar, sem er úr skíragulli, brotnaði af í október fyrir ári þegar þrífa átti gripinn. Starfsmenn gerðu tilraun til að festa það aftur á með epoxýlími en það lak út fyrir brotsárið. Þá var gerð tilraun til að skrapa límið af grímunni en ekki tókst betur til en svo að gríman rispaðist.

Límið verður skrapað af og skeggið fjarlægt áður en það verður fest á grímuna á ný. Áætlað er að verkið muni taka einn eða tvo mánuði. Það fer þó allt eftir hversu langan tíma mun taka að fjralægja skeggið. Ekki er vitað hversu djúpt límið lak inn í skeggið.

Frétt mbl.is: Brutu skeggið og klúðruðu viðgerð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert