4G hjá Símanum í útlöndum

Síminn.
Síminn.

Svíþjóð hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja þar sem viðskiptavinir Símans geta nýtt sér 4G. Síminn hefur boðið uppá 4G samband í Bandaríkjunum frá því í júlí. Íbúar tólf landa reika á 4G kerfi Símans þegar þeir ferðast til Íslands – á neti sem nær til 86,5% landsmanna.     

„Síminn hefur mánuðum saman boðið 4G samband í útlöndum. Við höfum samið um 4G samband í tólf löndum. Þau eru, auk Svíþjóðar og Bandaríkjanna, Þýskaland, Holland, Pólland, Kína, Kanada, Spánn, Finnland, Frakkland, Ungverjaland og Danmörk,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í tilkynningu.

Ferðamenn frá þessum tólf löndum, noti enn sem komið er aðeins lítið brot af því gagnamagni sem fer um 4G kerfi Símans. „Notkun ferðamanna á 4G kerfinu hefur þrefalt meira vægi í ágúst en í júlí, en var þó aðeins innan við prósent af heildinni,“ segir Gunnhildur ennfremur í tilkynningu.

Vægi ferðamanna í gagnanotkun á farsímakerfum Símans hefur aukist milli ára. Litið til netnotkunarinnar, óháð því hvaðan ferðamenn koma eða hvort þeir eru á 3G eða 4G, er ljóst að hún hefur aukist um 90% milli júnímánaða 2014 og 2015 og um helming milli ágústmánaða.

Verð þegar landsmenn ferðast til Evrópusambandslanda hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig verður það einnig í apríl á næsta ári vegna nýrra reglugerða sambandsins.

„Megabætið kostar nú 36,5 krónur hjá Símanum sem er 75% lægra verð en var fyrir þremur árum,“ segir Gunnhildur. Þá er einnig hægt að nýta sér Ferðapakka Símans og fá enn lægra verð fyrir meiri notkun. 

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert