Milljónir fylgdust með almyrkva

Myndir teknar í borginni Ternate ía indónesíska eyjaklasanum Maluku
Myndir teknar í borginni Ternate ía indónesíska eyjaklasanum Maluku AFP

Milljónir fylgdust með almyrkva á sólu í Indónesíu og á Kyrrahafi snemma í morgun að staðartíma, klukkan 6:19, sem er klukkan 23:19 að íslenskum tíma. Þar á meðal voru nokkrir íslenskir áhugamenn um stjörnuskoðun.

Frá Jövu
Frá Jövu AFP

Sæv­ar Helgi Braga­son og tveir fé­lag­ar hans úr Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagi Seltjarn­ar­ness, Her­mann Haf­steins­son og Gísli Már Árna­son, ferðuðust yfir hálf­an hnött­inn til að verða vitni að sjón­arspil­inu. 

AFP

mbl.is: Elta almyrkva yfir hálfan hnöttinn

Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagið gat sér gott orð þegar það gaf öll­um grunn­skóla­börn­um á land­inu gler­augu til að fylgj­ast með deild­ar­myrkv­an­um sem varð hér á landi í mars í fyrra.

Sólmyrkvinn var algjör í Indónesíu og á miðju Kyrrahafi en hluti af Ástralíu og annars staðar í Asíu upplifðu íbúar sólmyrkva að hluta.

AFP

Sólmyrkvi verður þegar tunglið fer á milli sólar og jarðar þannig að það varpar skugga á jörðina og sólin myrkvast að hluta eða í heild frá jörðu séð. Frá jörðu séð eru tunglið og sólin álíka stór, þótt sólin sé um 400 sinnum stærri en tunglið. Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum lengra frá jörðu en tunglið.

Kuala Lumpur
Kuala Lumpur AFP

Hylji tunglið alla sólina er talað um almyrkva, en deildarmyrkva þegar skífa sólarinnar hylst að hluta. Við hringmyrkva fer tunglið fyrir sólina, en er það langt frá jörðu að það nær ekki að myrkva alla skífu sólar. Sólmyrkvar verða einungis þegar jörðin, tunglið og sólin eru í beinni línu. Þeir geta því aðeins orðið þegar tungl er nýtt.

AFP

Frétt BBC

AFP
mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...