Óttast kynlíf í sjálfkeyrandi bílum

Ástfangin pör gætu fært ástarleiki sína úr svefnherberginu í sjálfkeyrandi …
Ástfangin pör gætu fært ástarleiki sína úr svefnherberginu í sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni. AFP

Þegar ný tækni kemur til sögunnar hefur yfirleitt ekki liðið langur tími þar til mannfólkið hefur fundið leið til að nýta hana til að svala fýsnum sínum. Þetta veit að minnsta kosti einn sérfræðingur sem óttast að með tilkomu sjálfkeyrandi bíla muni samlíf kynjanna færast í auknum mæli út á vegina.

Þó að sjálfkeyrandi bílar þurfi ekki á ökumanni að halda til að komast á áfangastað þarf manneskja þó að vera tilbúin að grípa inn í aksturinn. Því þurfa „ökumenn“ sjálfkeyrandi bifreiða að hafa athygli við aksturinn, jafnvel þó að bíllinn sjái um hann sjálfur.

Fulltrúi samtaka í Kanada sem veita ráðgjöf um sjálfkeyrandi bíla telur að kynlíf verði eitt af því sem fólk muni gera í sjálfkeyrandi bílum sem takmarka getu þess til að grípa inn í ef nauðsyn krefur.

„Ég spái því að þegar tölvur munu sjá um allan akstur verði mikið um kynlíf í bílum,“ segir Barrie Kirk frá Canadian Automated Vehicles Centre of Excellence.

Kanadísk stjórnvöld eru nú að láta embættismenn semja regluverk um sjálfskeyrandi bíla. Í skýrslu til samgöngumálaráðherra landsins lýsa þeir áhyggjum af því að fólk muni ekki hafa athygli á akstrinum.

Vísa embættismannanna til fjölmiðlaumfjöllunar um myndbönd sem birt hafa verið á netinu sem sýna ökumenn Tesla-rafbíla sem hafa sjálfstýringarkerfi að gera ýmislegt vafasamt undir stýri eins og að lesa dagblöð eða bursta í sér tennurnar.

Frétt CBC News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert