Blóm fyrir mæður á Facebook

Fjólublátt blóm er i dag meðal tákna sem hægt er …
Fjólublátt blóm er i dag meðal tákna sem hægt er að nota á Facebook.

Í tilefni mæðradagsins, sem er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, hefur Facebook bætt við einu tákni sem fólk getur notað til að tjá tilfinningar sínar í garð mæðra. Táknið er fjólublátt blóm.

Táknið verður aðeins hægt að nota í takmarkaðan tíma, þ.e. á sjálfan mæðradaginn, en vegna tímabelta veraldar þá var þegar í gær hægt að nota það og verður líklega einnig á morgun. Í skilaboðum í forritinu Messenger er einnig hægt að vefja blóm um heilar setningar í tilefni dagsins.

Ekki er blómatáknið heldur aðgengilegt allri heimsbyggðinni. Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að um tilraun sé að ræða, og því séu aðeins ákveðnir „markaðir“ sem hafi aðgang að tákninu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert