Hætti í vinnu til að eltast við Pokémon

Líkja má reisu Tom Curries við ferðlag hins goðsagnakennda Pokémon-þjálfara …
Líkja má reisu Tom Curries við ferðlag hins goðsagnakennda Pokémon-þjálfara Ash Ketchums. Mynd/Wikipedia

24 ára gamall Ný-Sjálendingur að nafni Tom Currie sagði í síðustu viku upp starfi sínu og hélt út í heiminn til að klára sitt stærsta verkefni til þessa: Að fanga alla Pokémonana í nýja tölvuleiknum Pokémon GO, sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum dögum. Má þannig segja að hann sé að feta í fótspor hins goðsagnakennda Pokémon-þjálfara Ash Ketchum sem ferðaðist um heiminn til að verða besti Pokémon-þjálfari heims. 

Currie er búinn að skipuleggja ferðalag sitt í þaula og hefur hann pantað rútuferðir um allt land í þeirri von að komast yfir alla 151 Pokémonana sem eru í leiknum. Currie hefur nú þegar heimsótt sex bæi í landinu og samkvæmt frétt The Guardian þegar náð 90 Pokémonum. 

Ferðalag Curries hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir Ný-Sjálendingar styðja hann. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið honum frítt far um landið. Þá hefur honum borist fjöldi kveðja frá öllum heimshornum, meðal annars Indlandi, Bandaríkjunum, Írlandi og Kanada. 

The Guardian ræddi einnig við móðir Curries og spurði hana út í uppátæki sonarins. „Tom hefur alltaf verið hvatvís, sjálfstæður drengur. Við amma hans skiljum ekkert í þessum leik en ég man eftir því að hann hafði alltaf mjög gaman af Pokémon þegar hann var yngri. Ég er bara ánægð með að hann sé að elta eigin drauma og fái að heimsækja svona marga staði í Nýja-Sjálandi,“ segir móðirin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert