Netþjónar Pokémon lágu niðri

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera …
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera Pokémon-þjálfari. AFP

Pokémon-þjálfarar víða um heim kvörtuðu sáran í dag en netþjónar leiksins Pokémon Go hrundu vegna álags. Greint var frá því í dag að fresta hafi þurft fyrirhugaðri Pokémon-veiði á Klambratúni, sem fram átti að fara í dag, til morguns, vegna vandans.

Frétt mbl.is: Pokémon-veiðunum frestað

Leikurinn kom út í 26 löndum í dag og segir Niantic, fyrirtækið sem gefur út leikinn, ótrúlegan fjölda niðurhala ástæðu þess að leikurinn hefur legið niðri. Svipað vandamál kom upp þegar leikurinn kom út í Bandaríkjunum 6. júlí síðastliðinn.

Hins vegar lýsti hópur tölvuþrjóta, sem kallar sig PoofleCorp, því yfir á vefsíðunni Reddit að hann bæri ábyrgð á því að leikurinn virkaði ekki. Það er þó alls óvíst hvort eitthvað sé til í yfirlýsingu hópsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka