Tíunda hvert barn með „alnæmisvörn“

Vísindamaður að störfum við alnæmisrannsóknir.
Vísindamaður að störfum við alnæmisrannsóknir.

Tíunda hvert barn er með ónæmiskerfi, í líkingu við það sem apar hafa, sem kemur í veg fyrir að það fái alnæmi.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í tímaritinu Science Translational Medicine. Þar kemur fram að ónæmiskerfi þessara barna „séu róleg“ sem kemur í veg fyrir að þau skaðist.   

HIV-veira sem ekki er meðhöndluð verður 60% barna að bana innan tveggja og hálfs árs en sambærilegt smit á meðal apa er ekki eins banvænt.

Niðurstöðurnar gætu leitt til þess að nýjar meðferðir vegna HIV-veirunnar verði þróaðar, samkvæmt frétt BBC

HIV-veiran leiðir til þess að ónæmiskerfið verður að engu og þannig verður líkaminn berskjaldaður gagnvart öðrum sýkingum.

Í rannsókninni var blóð 170 barna frá Suður-Afríku sem voru með HIV-veiruna rannsakað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert