Einstakur viðburður á norðurskautinu

Mynd Aqua-gervitunglsins af hafísnum á norðurskautinu í september.
Mynd Aqua-gervitunglsins af hafísnum á norðurskautinu í september. AFP

Hlýindin sem hafa ráðið ríkjum á norðurskautinu það sem af er vetri eru svo óvenjuleg að jafnvel með óstöðugra veðurfari sem fylgir hnattrænni hlýnun má aðeins væntar þeirra á um tvö hundruð ára fresti. Þetta er mat vísindamanna sem hafa unnið orsakagreiningu á hlýindunum þar.

Myndun hafíss í Norður-Íshafinu hefur verið með hægasta móti í vetur eftir óvenjulega hitabylgju sem gekk þar yfir í nóvember og aftur nú í kringum jólin. Við norðurpólinn var hitastigið þegar það var sem hæst 15°C hærra en það sem vanalegt telst á þeim slóðum á þessum árstíma. Miðgildishiti á norðurpólnum var 13°C yfir meðaltali nóvembermánaðar.

Frétt Mbl.is: Hitabylgja á norðurpólnum

Hópur vísindamanna sem gengur undir nafninu World Weather Attribution reynir að kanna hvernig loftslags jarðar sem nú er að breytast vegna íhlutunar manna hefur áhrif á staðbundið veðurfar. Hann hefur birt niðurstöður fyrir hitabylgjuna á norðurpólnum og segja að hún væri „gríðarlega ólíkleg“ þegar ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga af völdum manna.

Vísindamennirnir kanna meðal annars hversu mikið hitastigið sker sig frá þekktu hitastigi á pólnum í fortíðinni en keyra einnig tölvulíkön þar sem þeir geta kannað hversu líklegir viðburðir af þessu tagi væru með og án áhrifa manna á loftslagið.

Meira en runa ótengdra tilviljana

Niðurstaða þeirra var sú að hitastigið á svæðinu norðan 80. breiddargráðu sé fordæmalaust frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Tölvulíkönin sýndu að á jörðu þar sem menn hefðu ekki bætt gríðarlegu magni gróðurhúsalofttegunda við lofthjúpinn ætti hitabylgja af þessu tagi sér aldrei stað.

Jafnvel þegar gert var ráð fyrir áhrifum okkar á lofthjúpinn var atburður af þessu tagi afar fágætur, aðeins einu sinni á um tvö hundruð ára fresti.

Frétt Mbl.is: Merki hlýnunar sterkari en áður

Þess ber að geta að þessi nær rauntímavinnsla vísindamannanna á gögnunum hefur ekki farið í gegnum ritrýni annarra vísindamanna. Þeir sérfræðingar sem Washington Post ræddi við töldu rannsóknina sannfærandi. Aðferðirnar sem þeir notuðu hefðu verið ritrýndar. Svo virðist vera að loftslagið sé enn næmara fyrir breytingunum en loftslagslíkön.

Þó að metárið 2012 eigi enn metið yfir lágmarksútbreiðslu hafíssins í september hefur útbreiðsla hans eftir það verið enn minni í ár en þá. Mark Serreze, forstöðumaður Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, bendir á að ástandið á norðurslóðum hafi verið óvenjulegt lengi, jafnvel þó litið sé fram hjá hlýindunum í vetur.

Frétt Mbl.is: Hitabylgja á norðurskautinu

Þannig hafi hitastigið við norðurpólinn nánast náð bræðslumarki í desember í fyrra. Margir hafi talið að útbreiðsla hafíssins yrði eins takmörkuð og hún var haustið 2007. Árið 2012 hafi hins vegar sökkt því meti með afgerandi hætti. Hámarksútbreiðsla hafíssins í vor hafi síðan verið sú minnsta frá því að mælingar hófust.

„Á einhverjum tímapunkti verða menn að viðurkenna að röð merkilegra atburða á norðurskautinu er meira en runa ótengdra tilviljana,“ segir Serreze.

Umfjöllun Washington Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
ICELANDIC and ENGLISH F. FOREIGNERS - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 4/9, 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 1/5, 28/6 4 w...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Könnun á áformum markaðsaðila
Tilkynningar
Seyðisfjarðarkaupstaður Könnun...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...