Farice bætir samband við Hjaltlandseyjar

Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu.
Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu.

Gagnaveitufyrirtækið Farice og færeyska símafyrirtækið hafa opnað fyrir 10 Gígabita samband til Hjaltlandseyja frá Bretlandi með tengingu eyjanna við Færeyjar. Með þessu verður til varasamband fyrir eyjarnar, en fyrir var aðeins einn sæstrengur sem tengdi eyjarnar. Með þessu fá eyjarnar, sem telja rúmlega 23 þúsund manns, öruggara netsamband.

Farice tengir eyjarnar frá Skotlandi um eigin sæstreng til Færeyja. Sambandið heldur áfram til Leirvíkur um sæstreng Færeyska Símans. Í frétt ISP review kemur fram að samband eyjanna hafi nokkrum sinnum legið niðri vegna bilunar.

Vinna við tenginguna hófst í október 2015 og er nú lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert