Vaktavinna hefur áhrif á frjósemi

Margt getur haft áhrif á frjósemi kvenna, m.a. vaktavinna. Hvað …
Margt getur haft áhrif á frjósemi kvenna, m.a. vaktavinna. Hvað veldur er þó ekki enn ljóst. AFP

Erfiðisvinna, þar sem reglulega þarf að lyfta þungum hlutum, getur haft áhrif á frjósemi kvenna. Sérstaklega þeirra sem eru of þungar. Þá getur vaktavinna og óreglulegur vinnutími einnig haft sömu áhrif. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á mánudag í vísindatímaritinu Occupational and Environmental Medicine. Meðal þess sem þar kom fram var að vaktavinna, þar sem unnið er á kvöldin eða nóttunni, eða óreglulegur vinnutími getur haft áhrif á frjósemi.

Enn er ekki vitað hvað veldur þessu, til þess þarf frekari rannsókna við. En höfundar rannsóknarinnar segja að konur sem eru að reyna að eignast börn ættu þó að hafa þetta í huga.

Rannsóknin var gerð við Harvard T.H. Chan-stofnunina í Bandaríkjunum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tengsl finnast á milli erfiðisvinnu, vaktavinnu og frjósemi. En í þessari rannsókn var m.a. gerð könnun á fjölda eggja hjá konum, hormónamagni í líkama þeirra og fleiri þátta sem tengjast frjósemi.

Lestu ítarlega grein CNN um rannsóknina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert