Facebook fjölgar starfsmönnum um 3000

4.500 manns starfa nú þegar hjá Facebook við að fylgast …
4.500 manns starfa nú þegar hjá Facebook við að fylgast með birtingu á óæskilegu efni. Fjölga mun um 3.000 manns í þeim hópi næsta árið. AFP

Til stendur að fjölga starfsfólki Facebook um 3.000 manns næsta árið til að bregðast við deilingu á óæskilegu efni , s.s. á streymi og myndbandsupptökum þar sem sýnd eru morð og sjálfsvíg að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.

Mark Zuckerberg greindi í dag frá því að fjölga ætti starfsfólki í eftirliti með því efni sem birt er og bætast starfsmennirnir 3.000 í hóp þeirra 4.500 sem þegar starfa hjá Facebook við að fylgjast með birtingum sem taldar eru brjóta í bága við reglur samfélagsmiðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert