Stór styrkur til rannsóknar á áhrifum hjólreiða

Dr. Tinna Traustadóttir fékk nýlega 50 milljón króna styrkt til …
Dr. Tinna Traustadóttir fékk nýlega 50 milljón króna styrkt til að rannsaka áhrif af hjólreiðum á oxun og andoxun. mbl.is/Styrmir Kári

Dr. Tinna Traustadóttir, prófessor í líffræðilegum vísindum við háskólann í Norður-Arizona (NAU), hefur rannsakað öldrun síðastliðin 14 ár. Hún hefur sýnt fram á í fyrri rannsóknum að ungt fólk eykur andoxunargetu líkamans eftir staka æfingu (30 mínútna hjólreiðar) en þessi vernd er heft í eldra fólki. Aukin oxun er tengd mörgum sjúkdómum sem eru algengir í eldra fólki t.d. hjartasjúkdómum, sykursýki og Alzheimer.

Hún hlaut nýlega 451.000 dollara styrk (50 milljónir króna) frá bandarísku heilsustofnuninni (National Institutes of Health) til þess að rannsaka breytingar á oxun og andoxun eftir 30 mínútna hjólreiðar hjá yngra og eldra fólki og hver áhrifin verða eftir 8 vikna þjálfun.

Þessi rannsókn mun einnig mæla þætti innan fruma sem tengjast hvernig hreyfing eða þjálfun eykur andoxun og mun gefa betri innsýn inn í hvar „skilaboðin“ tefjast við öldrun og hvort hægt er að hamla þessum breytingum.

Greint var frá styrknum fyrst á vef háskólans, NAU News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert