Fyrsta 4K háskerpustöðin í loftið

Sjónvarpsstöðin InSightTV sendir út lífsstílsefni allan sólarhringinn.
Sjónvarpsstöðin InSightTV sendir út lífsstílsefni allan sólarhringinn.

Fyrsta 4K últra HD myndgæða sjónvarpsútsendingin fer í loftið hjá Símanum í dag en stöðina má finna á rás 50 hjá þeim sem hafa 4K myndlykil félagsins. Um er að ræða tilraunaútsendingu frá sjónvarpsstöðinni InSightTV sem sendir út lífsstílsefni allan sólarhringinn.

„Myndgæðin eru framúrskarandi og á við fjórar háskerpurásir. Heilmikill áferðarmunur er því á myndefninu. Sumir lýsa því eins og fólkið í sjónvarpinu standi við hlið þeirra,“ er haft eftir Davíð Gunnarssyni, forstöðumanni hugbúnaðarþróunar hjá Símanum. Hann segir sérfræðinga Símans hafa nýtt síðustu misseri til að undirbúa sjónvarpsþjónustu Símans fyrir 4K útsendingar.

Haft er eftir Pálma Guðmundssyni, sjónvarpsstjóra Símans, að nýja sjónvarpsstöðin Insight sé ein af fáum í heimi sem bjóði 4K myndefni allan sólarhringinn. „Insight setur fókusinn á fólk í skemmtilegum, ævintýralegum og áhugaverðum aðstæðum víðsvegar um heiminn og hefur þáttaefni frá Íslandi ratað inn á þessa vönduðu stöð.“

Ekki er langt síðan afar lítið var til af 4K myndefni þótt öll helstu merki bjóði orðið 4K sjónvörp. Tæknin er því nokkuð á undan efnisframleiðendum. Pálmi segir úrvalið aukast hratt um þessar mundir.

Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Símans.
Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Símans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert