Ólæknandi lekandi ekki greinst hér

Smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum.
Smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lekandabakteríur sem eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum hafa ekki greinst hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að fréttir af slíkum bakteríum utan úr heimi séu samt sem áður áhyggjuefni.

Eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag er nú erfiðara að meðhöndla lekanda en áður, og í sumum tilvikum ómögulegt samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO)Þar seg­ir að bakt­erí­an sé hratt að mynda ónæmi gegn sýkla­lyfj­um.

Frétt mbl.is: Er lekandi að verða ólæknandi?

Þá hafa komið upp þrjú dæmi; í Jap­an, Frakklandi og á Spáni, þar sem sjúk­dóm­ur­inn var ólækn­andi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að þetta sé vissulega áhyggjuefni, en það eigi eftir að koma betur í ljós hvort bakterían breiðist frekar út.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

„Að svo stöddu höfum við ekki ástæðu til að halda að þetta komi til Íslands,“ segir Þórólfur. „En við þurfum auðvitað að fylgjast vel með.“

Einstaklingar sem fá lekanda hér á landi eru meðhöndlaðir með tveimur lyfjum; sprautulyfi í vöðva og lyfi í munn. Að sögn Þórólfs hafa þau virkað í öllum tilfellum. 

Aukning á lekandatilfellum hér á landi

Lek­andi er kyn­sjúk­dóm­ur sem staf­ar af bakt­erí­unni Neiss­er­ia gon­orroheae, en bakt­erí­an tek­ur sér ból­festu í kyn­fær­um, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Um 78 millj­ón­ir manna smit­ast af sjúk­dómn­um ár­lega, en hann get­ur valdið ófrjó­semi. 

Þórólfur segir að fjölgað hafi lekandatilfellum hér á landi undanfarin ár. Nú sé í gangi vinna við að reyna að auka fræðslu og vitund almennings til að stuðla að því að fólk stundi heilbrigt og áhættulítið kynlíf.

Þórólfur segir embættið hafa beint því til lækna að taka ræktunarpróf á bakteríunni, en þá eru sýni send á sýklafræðideild, þau ræktuð og rannsóknir gerðar á því hvort sýklalyf virki. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in safnaði gögn­um frá 77 lönd­um sem sýna að ónæmi bakt­erí­unn­ar gegn sýkla­lyfj­um sé að aukast. Sér­fræðing­ar segja að um erfiða stöðu sé að ræða þar sem ekki sé út­lit fyr­ir ný lyf til að meðhöndla sjúk­dóm­inn. 

mbl.is
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...