Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

Miklar framfarir eru að eiga sér stað í krabbameinslækningum.
Miklar framfarir eru að eiga sér stað í krabbameinslækningum. mbl.is/Golli

Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari.

Þetta segir Signý Vala Sveinsdóttir, blóðlæknir og settur yfirlæknir blóðlækningadeildar Landspítalans. Tilefnið er ný aðferð við krabbameinslækningar, sem felur í sér erfðafræðilega breytingu á hvítum blóðkornum þannig að hvert þeirra geti deytt allt að 100 þúsund krabbameinsfrumur.

„Hvenær og ef af því verður að þessi meðferð verði í boði hér á landi vitum við ekki,“ segir Signý. „Fyrst þarf leyfið að fást í Bandaríkjunum, eftir það þarf meðferðin að fara undir Evrópsku lyfjastofnunina og síðan leggur lyfjanefnd hér á landi mat á hana. Við erum ekki að tala um daga, vikur eða mánuði – heldur nokkur ár. Þó að niðurstöður rannsókna séu komnar getur liðið langur tími þangað til meðferðin verður veitt almenningi. Þetta er gríðarlega flókin og dýr meðferð,“ segir Signý.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert