Hannaði flösku sem byrjar að brotna niður um leið og hún er orðin tóm

Ari Jónsson á TEDxReykjavík.
Ari Jónsson á TEDxReykjavík. Ben Gruber

Ari Jónsson, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, hefur hannað flösku sem byrjar að brotna niður um leið og hún er orðin tóm. Á fyrsta ári vöruhönnunarnámsins fékk hann það verkefni að velja sér tvö efni af handahófi sem hann átti að vinna með og úr varð Agari. Agari er flaska sem er búin til úr vatni og agar, sem er efni unnið úr rauðþörungum, en plastmengun er stórt og þekkt vandamál í heiminum. Ari vonar að hugmyndin hans muni eiga þátt í að snúa þróun síaukinnar plastnotkunar við.

„Ég lagði ekki upp í verkefnið með það sjónarmið heldur byrjaði þetta þannig að ég ákvað að vinna með vatn og gelatín sem þróaðist síðan yfir í vatn og agar. Þegar ég var byrjaður að gera tilraunir með það ákvað ég að reyna að búa til vatnsflösku sem væri búin til úr vatni, en Agari er yfir 90% vatn. Það var síðan ekki fyrr en í því ferli sem ég fór að kynna mér betur vandamálin sem plastmengun er að valda í heiminum.“

Flaskan ekki til nema hún sé að þjóna tilgangi sínum

„Það sem er sérstakt við flöskuna er að hún er í rauninni ekki til nema hún sé að þjóna tilgangi sínum, sem er að halda vökva. Ef hún er full af vatni þá heldur hún forminu en um leið og hún er orðin tóm þá byrjar hún nánast samstundis að brotna niður þegar vatnið sem bundið er við efnið í flöskunni byrjar að gufa upp.“

Ari segir flöskuna ekki komna á það stig að vera tilbúin til fjöldaframleiðslu, en hann hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík nú á laugardaginn þar sem hann talaði meðal annars um það að nú þegar flaskan er komin inn í heim internetsins er ekki hægt að hafa stjórn á því hvernig fjallað er um hana. „Það hefur verið mikið fjallað um þetta og gefið í skyn að það sé stutt í að flaskan fari í fjöldaframleiðslu en það er ekki raunin. Þetta var fyrsta verkefnið sem ég vann í skólanum og ég er enn í námi svo ég hef ekki getað fylgt þessu jafn mikið eftir og ég hefði kannski viljað. Í rauninni er þetta bara í pásu þangað til ég útskrifast, sem verður á næsta ári.“

„Síðasta sumar fékk ég reyndar styrk frá Rannís til að halda áfram vinnunni og þá breytti ég meðal annars mótunaraðferðinni og Össur hjálpaði mér að útbúa nýtt mót. Það er helsta breytingin síðan ég  var að vinna að þessu í skólanum.“

Hræsni að halda lausnum á vandamálum heimsins fyrir sjálfan sig

Ari segir verkefnið hafa hlotið miklu meiri athygli erlendis heldur en hér heima. „Ég held það sé nú kannski bara vegna þess að við erum ekki farin að verða vör við að þetta sé mikið vandamál hér á landi. Á öðrum stöðum í heiminum tekur fólk eftir þessu í sínu daglega lífi og því er skiljanlegt að þar sé meira verið að leita að lausnum. Mín sýn er sú að ég  vonast til þess að sem flestir steli hugmyndinni, því fleiri sem taka þetta að sér og fara lengra með þetta, því meiri líkur eru á að verkefnið nái raunverulegum árangri. Fyrirlesturinn minn á TEDx snerist um að að hvetja fólk til að taka þessa hugmynd og gera það sem því dettur í hug með hana. Þetta varð allt til fyrir tilviljun og ef fleiri koma að þessu eru meiri líkur á að það verði hægt að taka þetta skrefinu lengra.“

Ari ætlar að nýta næsta sumar í að útbúa einfalda og aðgengilega verkferla til að gera sem flestum kleift að taka upp verkefnið og gera það sem þeir vilja með það. „Ég held að það sé hræsni að halda því bara fyrir sjálfan sig ef maður er að reyna að búa til verkefni sem eiga virkilega að breyta vandamálum í heiminum.“

Niðurbrot flöskunnar á sjö dögum.
Niðurbrot flöskunnar á sjö dögum.
mbl.is
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...