Tölvuhakkarar léku Deloitte grátt

„Mjög fáir“ viðskiptavinir Deloitte urðu fyrir barðinu á netglæp.
„Mjög fáir“ viðskiptavinir Deloitte urðu fyrir barðinu á netglæp. mbl.is/Golli

Fyrirtækið Deloitte í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í endurskoðun og ráðgjöf segir að „mjög fáir“ viðskiptavinir þeirra hafi orðið fyrir barðinu á netglæp. Dagblaðið Guardian greindi frá því að tölvuhakkarar hafi náð að komast yfir viðkvæmar upplýsingar sex viðskiptavina fyrirtækisins. Ekki hefur fengist upp gefið hverjir þeir. 

Í yfirlýsingu sem Deloitte sendi frá sér kemur fram að þetta muni hvorki hafa nein áhrifa á viðskiptavini þeirra né getu fyrirtækisins til að þjónusta þá.   

Þrjótarnir munu m.a. hafa komist yfir notendaupplýsingar, IP-tölur tölvanna, leyniorð og viðskiptaáætlanir.  

Deloitte er umhugað um að tryggja netöryggi og hafa það með sem bestum hætti. Það leggur sig í líma við að vernda mikilvægar upplýsingar og er stöðugt að endurskoða og yfirfara netöryggismál sín.“ Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins. 

Í frétt Guardian kemur fram að Deloitte hafi uppgötvað tölvuárásina í mars á þessu ári. Mögulega hafi tölvuhakkararnir fengið umræddar upplýsingar í október eða nóvember á síðasta ári. Guardian lýsir atvikinu sem „neyðarlegu“ fyrir fyrirtækið sérstaklega þar sem það gefur sig út fyrir að ráðleggja viðskiptavinum sínum um netöryggismálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert