Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

Stjörnuhrap Geminíta-loftsteinadrífunnar yfir Hótel Rangá fyrir tveimur árum.
Stjörnuhrap Geminíta-loftsteinadrífunnar yfir Hótel Rangá fyrir tveimur árum. Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson/Sævar Helgi Bragason

Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Stjönufræðivefurinn greinir frá.

Þar kemur fram að aðstæður til að fylgjast með Gem­inít­um þetta árið eru sérlega heppilegar vegna þess að tunglið er minnkandi á morgunhimni. Geminítar eru langvinn loftsteinadrífa og því kjörið fyrir fólk í norðurljósaleit að horfa til himins næstu kvöld eftir loftsteinadrífuna.

Fólk er hvatt til að horfa í austurátt í kvöld en hægt er að fylgjast með drífunni frá kvöldi til morguns. 

Besti tíminn til að fylgjast með Geminítum er hins vegar þegar Tvíburarnir eru í hágöngu (í suðri) milli klukkan 3 og 4 að nóttu til, þá í 57 gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Það er engin ástæða til að vaka svo lengi fram eftir þó,“ segir á Stjörnufræðivefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert