Tennur slitna og verða gular

Orkudrykkir. Heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af neyslu hérlendis.
Orkudrykkir. Heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af neyslu hérlendis. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Við erum farin að sjá þessa glerungseyðingu hjá æ yngra fólki,“ segir Íris Þórsdóttir tannlæknir.

Árleg tannverndarvika embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands hófst í gær. Að þessu sinni er áhersla lögð á súra orkudrykki sem innihalda koffín. Bent er á skaðleg áhrif orkudrykkja, bæði á almenna heilsu og tannheilsu ungmenna. Íris er einn fyrirlesara af þessu tilefni og er hægt að nálgast erindi hennar og fleiri á heimasíðu landlæknis.

Einn þeirra sem láta sig þetta málefni varða er Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Í pistli á facebooksíðu sinni segir hann m.a.: „Við verðum að átta okkur á því hvað normið hérna á Íslandi er orðið brenglað. Þetta er ekki svona í öðrum löndum. Það er betra úrval af orkudrykkjum á litlum bensínstöðvum á Íslandi en í stórmörkuðum erlendis.“

Neysla orkudrykkja sem innihalda koffín hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Yfirvöld hafa lýst áhyggjum af því að ungmenni í 8.-10. bekk neyti umræddra drykkja og jafnvel drykkja sem aðeins eru ætlaðir eldri en 18 ára, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka