Musk opnar sig um kaupin á Twitter

Elon Musk segir það „sársaukafullt“ að reka Twitter í viðtali …
Elon Musk segir það „sársaukafullt“ að reka Twitter í viðtali við Breska ríkisútvarpið. AFP/Jim Watson

Auðkýfingurinn Elon Musk segist einungis hafa keypt samfélagsmiðilinn Twitter vegna þess að hann hafi verið tilneyddur til þess en kveðst þó ekki sjá eftir kaupunum.

Breska ríkisútvarpið birti í dag viðtal þar sem blaðamaðurinn James Clayton ræddi við Musk. Í viðtalinu opnaði hann sig um kaupin á Twitter og ræddi meðal annars hvernig reksturinn hafi gengið á síðustu mánuðum. Hann segir að ástandið hafi verið „sársaukafullt“ en hann hefur látið segja um um 6.500 starfsmönnum á seinustu mánuðum.

„Ákveðinn rússíbani“

„Þetta hefur ekki verið leiðinlegt,“ segir hann aðspurður um hvernig honum finnst sér hafa gengið hjá fyrirtækinu. „Þetta hefur verið ákveðinn rússíbani,“ segir hann en bætir við að það hefur verið afar stressandi ástand hjá samfélagsmiðlinum seinustu mánuði. Hann segist sofa af og til í skrifstofum Twitter, inni á bókasafninu sem hann segir að enginn noti. 

Hann er þó enn á því að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa Twitter en segist þó vera tilbúinn að selja miðilinn ef rétti kaupandinn hefur áhuga.

„Ekki neitt partí“

Hann segir að það hafi verið nokkuð sársaukafullt að reka samfélagsmiðilinn og að reksturinn hafi ekki verið neitt partí en eins og margir þekkja þá lét Musk segja upp fjölda starfsmanna þegar hann tók við keflinu og í viðtalinu við BBC segir hann að nú séu um 1.500 starfsmenn hjá Twitter en þegar hann tók við fyrirtækinu voru þar um 8.000 starfsmenn.

„Ég myndi ekki segja að mér hafi verið sama,“ segir Musk og bætir því við að fyrirtækið væri orðið gjaldþrota hefðu útgjöld ekki vera minnkuð. „Þetta snýst ekki um hvort mér hafi verið sama eða ekki.“

Hann kveðst ekki sjá eftir mörgu. Eitt sem hann segist þó sjá eftir sé að hann hafi þurft að selja eignarbréf sín í Tesla til þess að klára kaupin á Twitter.

Rak engan í eigin persónu

Musk viðurkennir að hann hafi ekki einu sinni rekið nokkurn starfsmann í eigin persónu. Hann segir það ómögulegt að tala við svona margt fólk augnliti til augnlits.

Mikill usli varð bæði hér á landi og erlendis þegar Musk átti í opinberum deilum við athafnamanninn og frumkvöðulinn Harald Þorleifsson. Deilurnar urðu til vegna þess Musk hafi ætlað sér að reka Harald út frá því sem Musk vildi kalla miskilning. Þá fékk Haraldur enga tilkynningu um starfslok hans, heldur var skyndilega lokað á tölvupóst Haralds hans.

Segir „sannleikan“ skipta meira máli en peninga

Musk segir að hann myndi ekki vilja selja fyrirtækið fyrir það sama og hann keypti það á, 44 milljarða bandaríkjadala, tæpar 6 milljarða íslenskra króna. Það sem hann segist kæra sig meira um kaupandinn hafi „sannleika“ í fyrirrúmi frekar en það sem kaupandi myndi greiða fyrir miðilinn.

Þess var getið á sínum tíma að Musk leggði áherslu á að efla tjáningafrelsi á miðlinum og sporna gegn dreifingu rangra upplýsinga. Í því fólst að lyfta af banni á ákveðnu reikningum, til að mynda Donalds Trumps fyrrum Bandaríkjaforseta, sem hefur reyndar enn ekki notað miðilinn síðan.

BBC kveðst einnig hafa skoðað rúmlega þúsund aðganga sem höfðu verið leyfðir að nýju eftir að Musk tók við og þá hafi komið í ljós að þriðjungur þeirra dreifði röngum upplýsingum ítrekað.

BBC og bandaríska ríkisútvarpið, meðal annarra fjölmiðla, hafa átt í deilum við Musk að undanförnu þar sem Twitter hefur merkt slíka miðla sem „ríkistengda“ á samfélagsmiðlinum, sem er ekki rétt skilgreining samkvæmt reglum Twitter.

Í viðtalinu kvaðst hann ætla breyta merkingunni í „almenningsfjármagnaður fjölmiðillþ“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert