Musk í deilum við enn einn fjölmiðilinn

Útvarpsstöðin NPR á í ósáttum með Elon Musk vegna þess …
Útvarpsstöðin NPR á í ósáttum með Elon Musk vegna þess að fjölmiðillinn er skráður sem „ríkistendur“ á Twitter. AFP/Frederic J. Brown

Bandaríska ríkisútvarpið NPR hefur lýst yfir reiði sinni gagnvart auðjöfrinum Elon Musk eftir að Twitter, sem er í eigu Musks, skráði stöðina sem „ríkistengdan fjölmiðil“ á samfélagsmiðlinum.

Skráningin á NPR kemur aðeins nokkrum dögum eftir að samfélagsmiðillinn svipti twitter-reikning New York Times af bláu staðfestingarhakinu vegna þess að hann kaðst ekki ætla að greiða fyrir það.

Samkvæmt reglum samfélagsmiðilsins munu þessar skrásetningar takmarka dreifingu á færslum fjölmiðilsins á á Twitter, en áður hafa fjölmiðlar á borð við hinn rússneska RT og kínverska sjónvarpsstöðin CCTV fengið þennan stimpil á sig. 

Eru með ritstjórnarlegt sjálfstæði

„Það olli okkur vonbrigðum að sjá að Twitter hafi merkt NPR sem ,ríkistengdan fjölmiðil‘ í gærkvöldi“ sagði John Lansing, framkvæmdastjóri NPR, og bætti við að samkvæmt reglum Twitter, eigi það ekki við um fjölmiðilinn.

Lansing sagði að NPR væri með „upp í milljón hlustenda sem reiða sig á okkur fyrir þá sjálfstæðu, staðreyndamiðuðu blaðamennsku sem við veitum“.

Samkvæmt heimasíðu NPR kemur stærsti hluti fjárveitingar til stöðvarinnar frá öðrum fjölmiðlum, sem fá þó nokkrir fé frá einstökum styrktaraðilum og opinberum sjóðum.

Þjónustumiðstöð Twitter hefur jafnvel ítrekað með skýrum hætti að NPR ætti ekki að falla undir skilgreininguna.

„Ríkisfjármagnaðir fjölmiðlar með ritstjórnarlegt sjálfstæði, eins og BBC í Bretlandi eða NPR í Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin, eru ekki skilgreindir sem ríkisfjármagnaðir fjölmiðlar samkvæmt þessum reglum,“ kemur fram í yfirlýsingu frá þjónustumiðstöð Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert